12.8 C
Selfoss

Nýir eigendur taka við rekstri á Krílafló

Vinsælast

Núna um áramótin tóku nýir eigendur við rekstrinum á básaleigunni Krílafló á Selfossi. Krílafló opnaði 24. Janúar 2021 og  hefur þar af leiðandi verið starfandi í tvö ár nú í janúar.

Nýir eigendur eru hjónin Jóhanna Þorvaldsdóttir og Baldvin Ingi Gíslason en þau taka við af Kristbjörgu St. Gísladóttur, Pálínu Agnesi og Sverri Tómasi Bjarnasyni.

„Rekstur básaleigunnar verður áfram sá sami og við fullvissum viðskiptavini um að þjónustan heldur áfram að vera sú besta. Gjafabréf halda gildi sínu og við hlökkum til að taka á móti ykkur öllum á nýju ári,“ segja Jóhanna og Baldvin.

Kristbjörg, Pálína og Sverrir Tómas þakka kærlega fyrir viðskiptin á þessum tveimur árum, samhliða því sem þau óska Jóhönnu og Baldvini alls hins besta í rekstrinum og hlakka til að fylgjast með Krílafló halda áfram að vaxa og dafna.

Nýjar fréttir