0.6 C
Selfoss

Hlaðan stækkar og færir sig um set í miðbæ Selfoss

Vinsælast

Verslunin Hlaðan, sem starfrækt hefur verið í Smjörhúsinu svonefnda í miðbænum á Selfossi mun á næstunni færa sig um set í stærra húsnæði í miðbænum. Að sögn Maríu Katrínar Fernandez, eiganda Hlöðunnar, munu nýjar vörulínur vera teknar inn og úrval aukast umtalsvert.

„Þetta nýja húsnæði er rétt tæplega þrefalt stærra en hið fyrra, við hlökkum til að bæta við okkur vönduðum fatnaði fyrir fullorðna ásamt því að bjóða upp á heimilisvöru þannig verður Hlaðan lífstílsverslun fyrir börn, fullorðna og heimilið. “ segir María Katrín. En Hlaðan gengur út á  „Slow Fashion“ hugmyndafræðina. Já við leggjum mikið upp úr sjálfbærni, náttúrulegum efnum, umhverfisvottunum og þess sem ekki er horft til í hröðum heimi tískunnar. Versluninni hefur verið afar vel tekið og við hlökkum til að frumsýna nýja verslun á nýju ári,“ segir María Katrín en áætlað er að verslunin opni í byrjun mars .

Fjalakötturinn hefur að undanförnu hýst jólabúðina Mistiltein, en henni hefur nú verið lokað.

Nýjar fréttir