0 C
Selfoss

Nú er búið að tengja Eyrarbakka við hágæða Ljósleiðara

Vinsælast

Ljósleiðarinn mætti með köku og tilheyrandi til hennar Elínar í samkomuhúsinu á Eyrarbakka í síðustu viku þar sem öllum bæjarbúum var boðið í kaffi og spjall. Þó nokkur fjöldi lét sjá sig enda tilefnið ekki lítið því nú er búið að tengja Eyrarbakka við hágæða samband Ljósleiðarans. Fyrir jól var Stokkseyri tengdur en nú geta íbúar á svæðinu tengst mun hraðara neti og þannig streymt efni og spilað tölvuleiki án nokkurra vandræða.

Fyrsta heimilið á Eyrarbakka var tengt á föstudag en það var hjá honum Jóhanni Jónssyni íbúa á Túngötu 20. Rafvirkjar frá Ljósleiðaranum mættu á svæðið og komu Jóhanni í hágæða samband.

Tenging við heimilistækin

Hafi fólk á Eyrarbakka eða Stokkseyri áhuga á að komast í hágæða samband er einfaldast að hafa samband við sitt fjarskiptafélag og biðja um tengingu. Þá mun rafvirki á vegum Ljósleiðarans mæta á svæðið og tengja nýja Ljósleiðaraboxið við öll tæki heimilisins.

„Það er alveg ótrúlega gaman að sjá hvað fólkið á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur sýnt þessu mikinn áhuga og tekið okkur vel á framkvæmdatímanum. Nú getum við boðið íbúum á svæðinu betra netsamband sem það hefur ekki haft aðgang að áður en notendur ættu að finna mikinn mun á gæðum, hraða og snerpu eftir að hafa tengst Ljósleiðaranum.“ segir Ásta Marteinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Ljósleiðaranum.

Nýjar fréttir