2.3 C
Selfoss

Jólin kvödd á Selfossi

Vinsælast

Fjöldi fólks tók þátt í þrettándagleði þar sem jólin voru kvödd á Selfossi á þrettánda degi jóla, síðastliðinn föstudag. Að vanda var það ungmennafélag Selfoss sem sá um gleðina í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg. Blysför var farin frá Tryggvaskála sem bræðurnir þrettán stýrðu, ásamt foreldrum sínum, álfum og tröllum og kvöddu börnin við þrettándabálköstinn á Gesthúsasvæðinu, áður en þau héldu aftur heim í Ingólfsfjall. Björgunarfélag Árborgar hafði umsjón með glæsilegri flugeldasýningu í lok gleðinnar við mikinn fögnuð nærstaddra.

Myndir: Dfs.is/HGL

Nýjar fréttir