3.4 C
Selfoss

Uppskeruhátíð frístundar- og menningarnefndar 2022

Vinsælast

Uppskeruhátíð frístundar- og menningarnefndar var haldin hátíðleg 29. desember síðastliðinn. Hátíðin var haldið á Hótel Selfossi og mætti fjöldi fólks til þess að styðja við og fagna með öllu því flotta íþróttafólki sem er í Árborg.

Athöfnin hófst á setningarræðu Kjartans Björnssonar, formanns frístundar- og menningarnefndar. Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem hafa fengið íslandsmeistara og bikarmeistara titil á árinu og ljóst var að Árborg er rík af meisturnum þar sem að um hundrað viðurkenningar voru veittar. Hvatningarverðlaun voru veitt að venju og þau hlaut heilsuefling eldri borgara.


Á þessari uppskeruhátíð er venjan að krýna íþróttafólk Árborgar. Að þessu sinni voru 23 efnilegir einstaklingar tilnefndir. Sérstök valnefnd kaus í kjörinu með 80% vægi á móti netkostningu. Góð þátttaka var í netkosningunni en um 2000 atkvæði bárust inn. Eva María Baldursdóttir, frjálsíþróttakona frá UMF. Selfoss var kjörin íþróttakona ársins og Aron Emil Gunnarson, kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss var kjörinn íþróttamaður ársins.

Nýjar fréttir