6.1 C
Selfoss

Hótel Selfoss fær nýja eigendur

Vinsælast

Eignarhaldsfélagið JAE hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfossi. Félagið er í meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju. Þetta staðfesta forsvarsmenn JAE í samtali við Innherja. Innherji greindi fyrst frá fréttinni.

Viðskiptin fela í sér bæði kaup á resktri og fasteignum hótelsins, sem telja um 11 þúsund fermetra. Fjöldi herbergja á hótelinu er 140 talsins.

Í samtali við Innherja segjast forsvarsmenn JAE hafa mikla trú á hótelrekstri á Suðurlandi og telja þau Hótel Selfoss ákaflega vel staðsett í hjarta Selfoss sem hefur sótt verulega í sig veðrið á undanförnum árum.

Hótelið var í eigu þeirra Adolfs Guðmundssonar, Gunnlaugs Bogasonar, Ómars Bogasonar og Ragnars Bogasonar.

 

Nýjar fréttir