1.7 C
Selfoss

Jóla- og góðgerðardagur á Bifröst

Vinsælast

Þann 16.desember síðastliðinn var Frístundaheimilið Bifröst við Vallaskóla með jóla-og góðgerðardeg þar sem börn frístundarheimilisins voru með opið hús fyrir foreldra. Foreldrar komu og fengu að skoða húsnæðið ásamt því að búinn var til sölubás þar sem starfsmenn og börn voru með til sölu ýmsan varning sem þau höfðu verið að búa til síðustu vikur. Þar má nefna sjálfsmyndir á striga, perl, lyklakippur, jólakort með listaverki frá börnum og miða á frumsamið leikrit sem var búið til í leiklistarklúbb Bifrastar.

Frístundaheimilið Bifröst er með margs konar klúbba og smiðjur ásamt því að byggja starfsemina að miklu leyti á barnalýðræði og afrakstur þess sýndi sig og sannaði sig svo sannarlega.

Ásamt því að vera með sölubás þá var í boði að mála piparkökur, gæða sér á smákökum og konfekti og skola því niður með kaffi eða kakói.

Tekið var við frjálsum framlögum fyrir listaverk barnanna þar sem allur ágóði rennur til styrktar Barnaheilla. Bifröst vildi styrkja Barnaheill þar sem við, ásamt öðrum frístundaheimilum Árborgar innleiddum nýlega Vináttuverkefnið Blæ sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti.

Þessi dagur heppnaðist betur en við þorðum að vona og það söfnuðust rúmlega 40 þúsund krónur.

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.

Hátíðarkveðjur
Starfsmenn Bifrastar

Nýjar fréttir