5.4 C
Selfoss

Fjárhagsáætlun samþykkt í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Á 307. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember sl. var fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2023 – 2026 lögð fram og samþykkt samhljóða.

Áætlun 2023 gerir ráð fyrir fjárfestingum að heildarupphæð 682.500.000 kr.

Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra 2023 (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 2.618 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 2.281 m.kr. Reiknaðar afskriftir 158 m.kr. Veltufé frá rekstri 318 m.kr.

Niðurstaða ársins 2023 án fjármagnsliða er áætluð 179 m. kr.
Rekstrarniðurstaða 2023 jákvæð um 52,9 m.kr.
Í eignfærða fjárfestingu verður varið 682,5 mkr.
Afborgun lána 113 mkr.
Tekin ný langtímalán. 550 mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2.368 mkr.
Eigið fé er áætlað í árslok 2.294 mkr.

Nýjar fréttir