-3.3 C
Selfoss

Massarínukaka með bláberjum og mysingskaramellu að hætti Silfru

Vinsælast

Silfra veitingastaður á hinu ævintýralega ION Adventure Hóteli á Nesjavöllum opnaði, ásamt hótelinu árið 2012 og hefur verið í stanslausri þróun síðan. Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, ólympíufari og fyrrum fyrirliði kokkalandsliðsins tók við stöðu yfirkokks á Silfru fyrir rúmu ári síðan og deilir hér með okkur ómótstæðilegri Massarínuköku sem er að finna á jólamatseðlinum á Silfru.

Snædís mælir með því að setja Jólahjól með Sniglabandinu, Dansaðu vindur með Eyvör Pálsdóttur og Ég hlakka svo til með Svölu Björgvins á fóninn til þess að koma sér í hátíðarskap á meðan massarínan verður til!

Massarínukaka með bláberjum og mysingskaramellu

250 g kransamassi (marsipan)
250 g sykur
250 g smjör
250 g egg
125 g hveiti
250 g bláber (mega vera frosin)
100 g möndluflögur

Aðferð:

Blandað saman í hrærivél í sömu röð og uppskriftin.

deiginu er hellt í form, gott er að nota silikon hringform en það er líka hægt að nota venjulegt kökuform.

Bláberjum dreift yfir deigið og nóg af mönduflögum.

Bakað á 150°c í 20-25 mín

Mysingskaramella

150 g Mysingur
150 g púðursykur
150 g rjómi

Aðferð:

Allt sett í pott og hrært í upp að suðu eða þar til að sykurinn er uppleystur.

Kakan er góð bæði heit og köld og frábær með heimagerðum vanilluís.

Hægt er að geyma kökuna og hita upp þegar gesti ber að garði en þá er gott að hita karamelluna og bera hana þannig fram. Einnig er hægt að hafa bæði karamelluna og kökuna kalda, sprauta kaldri karamellunni og dreifa flórsykri yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Nýjar fréttir