9.5 C
Selfoss

Skötuveisla á Hótel Grímsborgum

Vinsælast

Hefð hefur skapast fyrir því að haldin sé skötuveisla á Hótel Grímsborgum ár hvert, á Þorláksmessu frá kl 11:00 – 15:00. Í ár verður engin undantekning þar á og boðið verður upp á glæsilegt skötuhlaðborð með öllu tilheyrandi. Á boðstólum verða meðal annars tvær tegundir af skötu, saltfiskur, ljúffengt úrval af meðlæti ásamt eftirréttum.

Það verður sannkölluð hátíðarstemning á Þorláksmessu í notalegu og friðsælu umhverfi Hótel Grímsborga. Hótelið er staðsett í Grímsnesi sem er aðeins í 15 mín akstursfjarlægð frá Selfossi.

Bókanir fara fram hjá Hótel Grímsborgum á og Dineout.

Nýjar fréttir