9.5 C
Selfoss

Ratleikur um Árnessýslu

Vinsælast

Listasafn Árnesinga hefur nýlega lokið við að setja saman skemmtilegan og fróðlegan ratleik sem má finna á heimasíðu listasafnsins. Markmið ratleiksins er að vekja athygli á þeim útilistaverkum (listaverk í opinberum rýmum) sem má finna víða í Árnessýslu. Á heimasíðu safnsins er kort þar sem hægt er að sjá staðsetningar verkanna sem eru nú 10 talsins og má lesa sig til um listaverkin, listamennina sjálfa og ólík hugtök tengd verkunum. Verkin eru af ýmsum toga, má nefna minnisvarða, skúlptúra, steinda glugga og mósaík verk. Höfundar verkanna eru einir þekktustu listamenn þjóðarinnar m.a. Ásmundur Sveinsson, Einar Jónsson og Gerður Helgadóttir. Listaverkin sem um ræðir er hálfgerður falinn fjársjóður sem brýnt er að minna á, fræðast um og hafa gaman af í leiðinni.

Ratleikurinn hentar öllum aldri og á síðunni er hægt að skoða ýmsar hugleiðingar og hugmyndir tengd verkunum. Tilvalið er að gera sér dagamun og fara í sunnudagsbíltúr um sýsluna og finna öll verkin og lesa sér til um þau. Ratleikurinn er til á bæði íslensku og ensku.

Link á ratleikinn má finna á íslensku og ensku.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkti verkefnið.

Starfsmenn LÁ óska einnig eftir frekari upplýsingum eða lagfæringum ef þess þarf þar sem að verkefnið er enn í mótun og vonandi bætast fleiri listaverk í opinberum rýmum við í framtíðinni.

Nýjar fréttir