9.5 C
Selfoss

Björgunarfélag Árborgar biður fólk um að halda sig heima

Vinsælast

Björgunarfélag Árborgar sendi eftirfarandi tilkynningu frá sér nú fyrir skemmstu:

„Mikið óveður geisar nú á landinu og viljum við biðja fólk um að halda sig heima fyrir og vera alls ekki á ferðinni nema af brýnni nauðsyn. Mikið er um fasta bíla á svæðinu sem gera viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Við viljum einnig benda fólki á að það er NAUÐSYNLEGT að hringja í 1-1-2 til að fá hjálp björgunarsveitar. Við fáum öll okkar verkefni í gegnum neyðarlínuna og getum ekki tekið við verkefnum í gegnum okkar símanúmer.

Förum varlega og höldum okkur heima fyrir.“

Nýjar fréttir