1.1 C
Selfoss

Opna fjöldahjálparstöð í Vallaskóla

Vinsælast

Um klukkan 22:30 í kvöld opnaði Rauði Krossinn fjöldahjálparstöð í Vallaskóla að Sólvöllum 2 á Selfossi (gengið inn sundlaugarmegin) en þar fá strandarglópar inn sem hafa setið fastir á Selfossi síðan í gærkvöld, þegar snjó fór að kyngja niður í sögulegu magni og allar leiðir úr bænum lokuðust.

Lokað er á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði, Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og Krýsuvíkurvegi. Þæfingur, snjóþekja og hálka er á öðrum leiðum.

Nýjar fréttir