7.3 C
Selfoss

Fyrirmyndar unglingar á Suðurlandi

Vinsælast

Föstudaginn 9. desember síðastliðinn stóð félagsmiðstöðin Zelsíuz fyrir balli í Hvíta húsinu á Selfossi. Yfir 500 unglingar í 8-10. bekk víðsvegar að á Suðurlandi komu saman til að skemmta sér í góðum félagsskap. Tíu sunnlenskar félagsmiðstöðvar komu á ballið ásamt úrvalsliði starfsfólks sem allt hafði það að leiðarljósi að skapa öruggt umhverfi fyrir unglingana.

Ballið fór vel af stað þegar DJ Unnar og Benni stigu á svið. Þessir ungu og efnilegu strákar eru fyrrverandi unglingar í Zelsíuz og því gaman fyrir félagsmiðstöðina að fá þá aftur inn í starfið með þessu móti. Þakið á Hvíta húsinu var svo við það að rifna af þegar félagarnir Auddi og Steindi stigu á svið seinna um kvöldið.

Það er einróma álit allra sem komu að ballinu að það hafi gengið vonum framar og að unglingarnir hafi verið til fyrirmyndar. Unglingarnir eiga stórt hrós skilið. Tæplega 50 starfsmenn voru viðstaddir. Ein þeirra var Dagbjört Harðardóttir, forvarnarfulltrúi Árborgar og sagði hún aldrei hafa upplifað svo stóran viðburð sem hafi gengið jafn vel. “Það kom ekkert kom uppá og unglingarnir til fyrirmyndar”.

Félagsmiðstöðin Zelsíuz vill koma á framfæri þakklæti og hrósi til unglinganna okkar á Suðurlandi.

Fyrir hönd starfsfólks Zelsíuz,
Guðbjartur Daníel Guðmundsson,
Aðstoðarforstöðumaður Zelsíuz

Nýjar fréttir