0 C
Selfoss

2,5 milljarða halli hjá aðalsjóði Árborgar

Vinsælast

Bæjarráð Árborgar fjallaði um 10. mánaða rekstraruppgjör sveitarfélagsins á 21. fundi ráðsins fimmtudaginn 8. desember. Staða Sveitarfélagsins Árborgar er erfið og endurspeglar rekstraruppgjörið forsendur við vinnu fjárhagsáætlunar 2023.

Niðurstaða aðalsjóðs sveitarfélagsins eftir tíunda mánuð er halli upp á 2.451,7 milljónir króna eða tæplega 2,5 milljarða. Samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2022 gerði ráð fyrir halla upp á 2.047,9 millj. kr. eftir 10 mánuði og eru því frávik í aðalsjóði neikvæð um 403,8 millj. kr. Þegar horft er til heildaráætlunar ársins 2022 er staða aðalsjóðs 331,3 millj.kr. yfir áætlun.

Líkt og sjá má hér að neðan fær sveitarfélagið um 144,9 millj. kr. í skatttekjur umfram áætlun sem er jákvætt. Á móti eru neikvæð frávik upp á um 252,4 milljónir í fjármagnsgjöldum og 243,2 milljónir í fræðslu- og uppeldismálum. Frávik annarra málaflokka eru lægri í jákvæða og/eða neikvæða átt.

Allir málaflokkar sveitarfélagsins hafa verið í hagræðingu samhliða fjárhagsáætlunarvinnu til að niðurstaða þeirra verði sem næst áætlun í lok árs. Starfsmönnum sveitarfélagsins er þakkað kærlega fyrir þeirra framlag við eftirfylgni með áætlunum.

Fjárhagsáætlunarvinna fyrir árið 2023 er á lokametrunum og verður hún tekin fyrir í bæjarstjórn miðvikudaginn 14. desember til síðari umræðu.

Adalsjodur10manada

Frávik einstakra málaflokka í aðalsjóði:

  • Frávik í skatttekjum eru jákvæð um 144,9 millj.kr.
  • Frávik í félagsþjónustu eru jákvæð um 6,1 millj.kr.
  • Frávik í fræðslu- og uppeldismálum eru neikvæð um 243,2 millj.kr.
  • Frávik í menningarmálum eru neikvæð um 12,3 millj.kr.
  • Frávik í æskulýðs- og íþróttamálum eru neikvæð um 48,8 millj.kr.
  • Frávik í hreinlætismálum eru neikvæð um 3,2 millj.kr.
  • Frávik í skipulags- og byggingarmálum eru jákvæð um 37,5 millj.kr.
  • Frávik í umferðar- og samgöngumálum eru neikvæð um 10,7 millj.kr.
  • Frávik í umhverfismálum eru jákvæð um 18,3 millj.kr.
  • Frávik í atvinnumálum eru jákvæð um 7,1 millj.kr.
  • Frávik í sameiginlegum kostnaði eru neikvæð um 11,9 millj.kr.
  • Frávik í lífeyrisskuldbindingum eru neikvæð um 10,8 millj.kr.
  • Frávik í fjármunatekjum og fjármagnsgjöldum eru neikvæð um 252,4 millj.kr.

Nýjar fréttir