8.9 C
Selfoss

Áskorun á sveitarstjórnir Mýrdalshrepps og Ölfuss

Vinsælast

Í haust stóð Landvernd fyrir eftirfarandi áskorun:

„Ég skora á sveitarstjórnir Mýrdalshrepps og Ölfuss að hafna námuvinnslu á Mýrdalssandi og í Þrengslum, með tilheyrandi mengandi efnisflutningum og náttúruspjöllum. Veruleg mengun og truflun hlytist af á Suðurlandi þar sem ætlunin er að opna stórar námur fyrir veðri og vindum. Innviðir á Suðurlandi eru ekki byggðir til að þola stöðuga umferð þungaflutningabíla, auk þess sem umferðaröryggi yrði ógnað. Ekki hefur verið sýnt fram á ávinning samfélagsins af námuvinnslunni.“

Undir áskorunina skrifuðu alls 2.762. Tryggvi Felixson formaður Landverndar afhenti undirskriftirnar fulltrúum sveitarfélaganna tveggja: Einari Frey Elínarsyni sveitarstjóra Mýrdalshrepps og Söndru Dís Hafþórsdóttur sviðsstjóra fjármála-, stjórnsýslu- og menningarsviðs sveitarfélagsins Ölfuss.

Nýjar fréttir