7.8 C
Selfoss

Vel heppnað samtal við íbúa 67 ára og eldri

Vinsælast

Sunnudaginn 20. nóvember bauð sveitarfélagið Rangárþing Ytra íbúum 67 ára og eldri til samtals um hvað sem kynni að brenna á þessum hópi íbúa. Sveitarstjóri Jón G. Valgeirsson ásamt fulltrúum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins voru á staðnum og til viðtals. Jón Ragnar Björnsson fulltrúi í jafnréttis-, atvinnu- og menningarnefnd stýrði viðburðinum. Rithöfundarnir okkar þær Harpa Rún Kristjánsdóttir og Fanney Hrund Hilmarsdóttir sögðu frá sínum störfum ásamt því að Gísli Stefánsson og Grétar í Ási voru með tónlistaratriði. Kvenfélagið Unnur sá um kaffiveitingar.

Það sem fram kom að brynni á fólki var eftirfarandi:

Koma þarf upplýsingum um heimaþjónustu á framfæri með skýrari hætti, hvar sækir fólk um og hvað er í boði ?

Rætt var um snjómokstur úr heimkeyrslum, hvaða reglur væri í gangi varðandi það.

Hvatning um að fjölga bekkjum í þorpinu og að þess væri gætt að ekki væri of langt á milli bekkja.

Ósk um að settur verði sturtustóll í karlaklefa sundlaugarinnar á Hellu og eins bæta aðgengið að klefum og sundlaug fyrir þá sem eiga erfitt með gang.

Huga þarf að gangstéttum við nýjar götur í Ölduhverfi m.t.t. hæðarmismunar á götu / innkeyrslum.

Nýjar fréttir