11.1 C
Selfoss

Sunnlenskar stelpur í körfubolta

Vinsælast

Körfubolti er vaxandi íþrótt á Suðurlandi og ánægjulegt frá að segja að það er hjá bæði strákum og stelpum.  Á Suðurlandi eru fjögur meistaraflokkslið karla sem spila í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins en aðeins eitt kvennalið, sem spilar í 1. deildinni og ber nafnið Hamar-Þór. Þess ber að geta þó um sameiginlegt lið Hamars og Þórs er að ræða þá er það byggt upp af ungum og efnilegum sunnlenskum stelpum sem hafa spilað saman í gegnum yngri flokka og hluti þeirra státar af því að hafa orðið Íslandsmeistarar í 10. flokki vorið 2020.

Þetta kvennastarf er bæði merkilegt og ekki síður samfélagslega mikilvægt. Starfið er kostnaðarsamt og ekki mögulegt án öflugra stuðningsaðila, bæði fyrirtækja og sveitarfélaga.  Um leið og við þökkum þeim sem styðja við starfið þá hvetjum við aðra að taka þátt í að byggja upp öflugt sunnlenskt kvennalið til framtíðar.  Einnig hafa Hamar Þórs stelpurnar staðið sig virkilega vel í fjáröflunum og eru þær þessa dagana í fjáröflunarverkefni í samstarfi við sælgætisgerðina Freyju og eru að selja fallegar hátíðaröskjur með úrvali innpakkaðra Freyjumola sem henta vel sem gjafir fyrir starfsfólk fyrirtækja og viðskiptavini. Þessar öskjur fást ekki í verslunum og því hvetjum við Sunnlendinga, bæði einstaklinga og fyrirtæki, að styðja við stelpurnar og panta hjá þeim öskjur eða styðja þær með öðrum hætti. Allur stuðningur er vel þeginn.

Upplýsingar um starfið og fjáraflanir má finna á Facebooksíðu liðsins ”Hamar-Þór Körfubolti”. Þar er líka hægt að panta hátíðaröskjurnar eða senda pöntun á netfangið hamarthorkvk@gmail.com.

Áfram stelpur í íþróttum, áfram sunnlenskar stelpur!

Meistaraflokksráð Hamars-Þórs

Nýjar fréttir