11.7 C
Selfoss

Eftirlætisréttir Eddu í miðbæ Selfoss

Vinsælast

Edda S Jónasdóttir gaf nýlega út matreiðslubókina Eftirlætisréttir Eddu. Hún er mikil áhugamanneskja um mat og allt sem honum viðkemur. Uppskriftirnar í bókinni eru eftirlætis uppskriftir hennar sem hún hefur eldað í rúm fimmtíu ár. Hún hefur m.a. starfað í veiðihúsi, eldað mat fyrir fyrirtæki og skrifað uppskriftir fyrir hin ýmsu blöð. Bókin er prýdd fallegum vatnslitamyndum eftir Hlíf Unu Bárudóttur.
Edda kemur á Selfoss á morgun, laugardaginn 3. desember, og verður í verslun Pennans Eymundsson við Brúarstræti á milli kl. 12 – 15, þar sem hún mun bjóða viðskiptavinum að smakka á jólasælgæti sem hún hefur útbúið.

Nýjar fréttir