13.4 C
Selfoss

Piparkökuhúsakeppni ungmennaráðs Grímsness- og Grafningshrepps

Vinsælast

Piparkökuhúsakeppni ungmennaráðs Grímsness- og Grafningshrepps fór fram fyrst sunnudag í aðventu og tókst mjög vel til. Tæplega 70 manns mættu, skreyttu piparkökuhús og skemmtu sér vel. Húsin voru mjög fjölbreytt og öll svo flott og vel skreytt að starf dómnefndar var ekki öfundsvert. Til gamans voru veittar fimm viðurkenningar, fjórar fyrir hefðbundin hús og ein fyrir hús með frjálsri aðferð en aðeins eitt hús var í þeirri keppni. Ánægjan í samverunni og sköpunargleðin sem voru mest áberandi og allir fóru sáttir heim með fallegu húsin sín.

Nýjar fréttir