0.6 C
Selfoss

Rithöfundar framtíðarinnar í Hveragerði

Vinsælast

Eins og venjulega taka nemendur GÍH þátt í ensku smásagnakeppninni sem félag enskukennara á Íslandi heldur fyrir grunn- og framhaldsskóla landsins í tilefni af evrópska tungumáladeginum þann 26. september.Smásögurnar voru skrifaður út frá enska orðinu „Power“, sem er þema keppninnar í ár.

Nemendur skrifuðu margar frábærar smásögur og verður úrval þeirra sett upp á sýningu á bókasafninu í Sunnumörk í aðventunni en auk þess verðlaunaði skólinn sérstaklega þær 3 smásögur sem þóttu skara fram úr. Sigmar Karlsson stigsstjóri elsta stigs og Kolbrún Vilhjálmsdóttir stigsstjóri miðstigs afhentu vinningshöfunum  glæsileg bókaverðlaun og viðurkenningarskjal og sendir skólinn þær smásögur áfram í landskeppnina.

Í flokknum 5. bekkur og yngri fengu eftirtaldir nemendur bækur úr bókaflokknum “Bear Grylls Adventures”:
Haukur Kári Röðulsson, Hekla Sól Jóhannsdóttir og Snædís Freyja Stefánsdóttir.

Í flokknum 6. – 7. bekkur fengu eftirtaldir nemendur bækur eftir Roald Dahl:
Hera Fönn Lárusdóttir, Árni Snær Jóhannsson og Dagbjört Fanný Stefánsdóttir.

Í flokknum 8. – 10. bekkur fengu eftirtaldir nemendur bækur úr bókaflokknum “Harry Potter”:
Elísa Sigurrós Guðmundsdóttir, Eva Rut Jóhannsdóttir og Kiefer Rahaad Arabiyat Bárðarson.

Nýjar fréttir