11.7 C
Selfoss

Nítíu ára afmæli skólahalds á Selfossi

Vinsælast

Skólinn er samfélagið og menningin sem verður þar til en ekki steypa og veggir, hjarta þorpsins slær í skólanum. Nú fögnum við því að 90 ár eru síðan skólahald á Selfossi var sett í fastar skorður. Vallaskóli fagnar því um leið 90 ára afmæli sínu. Þó lítið hafi borið á veisluhöldum í haust má með nánast hreinni samvisku fagna afmælinu allt fram á næsta haust en þá verða 90 ár liðin frá ráðningu Sigurðar Eyjólfssonar, fyrsta skólastjóra Barnaskólans.

Sigurður Eyjólfsson, fyrrum skólastjóri í Barnaskólanum á Selfossi heldur ræðu þann 20. maí 1971 á 50 ára afmæli Sambands íslenskra barnakennara. Mynd: Héraðsskjalasafn Árnesinga.

Það var ósköp venjulegur miðvikudagur eða miðvikudagskvöld, dagsetningin var 28. september og árið 1932. Fjórir menn komu saman í Sigtúnum á Selfossi, mennirnir voru Guðmundur Þorvarðarson, Sigurgeir Arinbjarnarson, Jón Þorkelsson og Egill Thorarensen en þeir skipuðu hreppsnefnd Sandvíkurhrepps á þessum tíma. Mjólkurbú Flóamanna var að verða þriggja ára, stofnað 1929, og Kaupfélag Árnesinga tæplega tveggja ára, stofnað í desember 1930. Þorpið við brúarsporðinn, Selfoss, var ekki stórt á þessum tíma, þ.e. árið 1932, rúmlega 70 íbúar. Nokkru áður hafði skólanefnd Sandvíkuhrepps upplýst hreppsnefndina um að allar tilraunir til að útvega húsnæði til kennslu fyrir komandi vetur, þ.e. skólaárið 1932-1933 hefðu ekki borið árangur.

Bergþór Finnbogason, kennari í Barnaskólanum á Selfossi. Mynd: Héraðsskjalasafn Árnesinga.

Hverfum nú aftur til ársins 1907 en þá samþykkti Alþingi Fræðslulögin en með þeim var öllum börnum á Íslandi tryggð skólaganga frá 10 til 14 ára aldurs. Skólar voru ýmist farskólar eða staðskólar. Í Sandvíkurhreppi var farskóli rekinn á veturna, 24 vikna skóli svona yfirleitt þó stundum hafi það gerst að skólaárið væri styttra. Árið 1928 var í fyrsta skipti kennt við Ölfusá eins og það var kallað, þ.e.a.s. kennt var í Tryggvaskála og markar það að vissu leyti upphaf skólastarfs á Selfossi.  Árið 1931 lagði skólanefndin til að öll kennsla færi fram á Selfossi en fram að þeim tíma var kennt á nokkrum stöðum í Sandvíkurhreppnum og skólinn því sannarlega farskóli. Hreppsnefnd var um leið hvött til þess að koma upp skólahúsi.

Skólahúsnæðið við Tryggvagarð. Horft frá Tryggvagötu. Mynd: Héraðsskjalasafn Árnesinga.

Við skyggnumst aftur inn á hreppsnefndarfundinn í Sigtúnum þann 28. september 1932. Skilaboð skólanefndar voru nú enn skýrari en árið áður, reisa yrði skólahús strax eða fella kennslu niður að öllu leyti og segja kennaranum upp störfum. Hreppsnefndin samþykkti að reist skyldi skólahús á Selfossi ef styrkur fengist úr ríkissjóði. Og nú gerðust hlutirnir með undaskjótum hætti. Grafið var fyrir undirstöðum skólahússins norðan við Stað við bakka Ölfusár. Kristinn Vigfússon sá um smíðina og reis húsið hratt og örugglega. Mánuði eftir að grunnurinn var tekinn hófst kennsla. Skólahúsnæðið var ekki stórt, 47 fm að grunnfleti, ein kennslustofa, forstofa og geymsla. Í skólanum var ekki rennandi vatn, rafmagn eða hiti. Húsið var hitað með mannhæðarháum kolaofni og útikamar var norðan við húsið. Fyrsta veturinn sem kennt var í skólahúsnæðinu 1932-1933 var skólinn enn að nafninu til farskóli og kenndi Ásthildur Pálsdóttir þeim 16 nemendum sem skólann sóttu.

Marsibil Ólafsdóttir kennari við Barnaskólann á Selfossi með nemendum fæddum 1959. Mynd: Héraðsskjalasafn Árnesinga.

17. júní árið eftir samþykkti hreppsnefnd Sandvíkurhrepps að farskóli hreppsins yrði gerður að föstum skóla. Sigurður Eyjólfsson frá Stokkseyri ráðinn kennari, hann var fyrstu árin eini fastráðni kennari skólans. Anna Oddsdóttir í Sunnuhvoli var ráðin til að kenna stúlkum handavinnu. Var Sigurður eini fastráðni kennarinn við skólann í 10 ár, ekki var gerður neinn greinarmunur á kennara og skólastjóra, þorpið var með einn kennara, einn lækni og einn prest. Skólinn stækkaði með þorpi í stöðugum vexti og fljótlega var ljóst að skólabyggingin sem byggð var árið 1932 var sprungin. 1942 var ákveðið að byggja nýja skólabyggingu en til að brúa bilið meðan byggt var nýtt skólahúsnæði austar í þorpinu við Tryggvagarð var brugðið á það ráð að leigja húsnæði í þorpinu, á sama tíma var fastráðinn við skólann Leifur Eyjólfsson en hann kenndi við skólann allt til ársins 1989. Haustið 1945 hófst kennsla í nýju húsi skólans 280 fm að stærð með tveimur kennslustofum, kennarastofu, snyrtingu, handavinnustofu, íþróttasal og búningsherbergjum. Á þessum fyrstu árum skólastarfs má segja að reglan hafi verið sú að á 10 ára fresti þurfti að byggja við skólann. 1952 var hafist handa við viðbyggingu skólans. Með breytingum á fræðslulögum breytist skólinn og lagaði sig að nýjum hlutverk, framhaldsdeild varð Gagnfræðaskóli og reknir voru saman Barnaskóli og Gagnfræðaskóli um langa tíð. Með lögum um grunnskóla frá 1995 breyttist hlutverk skólans enn og aftur og nú voru Barnaskólinn og Gagnfræðaskólinn orðnir Grunnskólar. Tveir á sama blettinum að þjónusta Selfoss. Fengu þeir nöfnin Sandvíkurskóli og Sólvallaskóli. Þeir voru svo á endanum sameinaðir í Vallaskóla sem var á tímabili fjölmennasti grunnskóli landsins.

Óli Þ. Guðbjartsson skólastjóri Gagnfræðaskólans á Selfossi. Mynd: Héraðsskjalasafn Árnesinga.

r Ingólfur og Þorsteinn Tryggvi Mássynir.

Nýjar fréttir