5 C
Selfoss

Flóaskóli bar sigur úr býtum í Eftirréttakeppni grunnskólanna

Vinsælast

Fulltrúar Flóaskóla, þær Ásdís Eva, Júlía Kolka, Svandís og Þórunn Eva, gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Eftirréttakeppni grunnskólana 2022 sem haldin var í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara og IÐUNA fræðslusetur.

Keppt var í gerð eftirrétta; liðakeppni þar sem gert er ráð fyrir fjórum þátttakendum frá hverjum skóla en meginmarkmið keppninnar er að nemendur hafi bæði af henni gagn og gaman auk svolítillar starfsfræðslu.

Stelpurnar sýndu mikinn metnað við undirbúning keppninnar og liggur mikil vinna að baki, en stelpurnar eru búnar að æfa sig, þróa uppskriftirnar og framsetningu réttanna í magar vikur undir góðri leiðsögn Iðunnar Ýrar heimilisfræðikennara.

Þær báru fram skyrköku með kanilbotni og karamelluseruðum kókos, panna cotta með hvítu súkkulaði og kartöflukanilköku með rjómaostakremi, en kartöflurnar tóku þær með sér úr Flóanum.

Nýjar fréttir