9.5 C
Selfoss

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar fyrir Viðurkenningarhátíð FKA 2023 

Vinsælast

Hafðu áhrif á val á FKA viðurkenningarhöfum.

 Hvaða þrjár konur verða heiðraðar og valdar úr hópi tilnefndra kvenna kemur í ljós á næstu FKA Viðurkenningarhátíð FKA á Grand Hótel þann 26. janúar 2023, þá mun koma í ljós hvaða konur hljóta FKA viðurkenninguna, FKA þakkarviðurkenninguna og FKA hvatningarviðurkenninguna 2023.

Félag kvenna í atvinnulífinu heldur markvisst áfram að skrifa konur inní söguna.

FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Að vanda verða veittar viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.

FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2023. Hægt er að tilnefna konur í öllum flokkum eða bara eina til og með 24. nóvember 2022.

Tilnefna HÉR á heimasíðu FKA.

Hvað eiga þær Guðbjörg í Marel, Edda Sif hjá Carbfix og Bryndís Brynjólfsdóttir í Lindinni á Selfossi sameiginlegt?

Mikilvægt er fyrir komandi kynslóðir að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir til að máta sig við og konur sem hafa verið heiðraðar á Viðurkenningarhátíð FKA gegnum tíðina hafa verið sérstök hvatning og fyrirmyndir. Líkt og Guðbjörg Heiða, Edda Sif og Bryndís, svo dæmi séu tekin, eru konur sem hafa rutt brautir og sýnt athyglisvert frumkvæði og átt að baki eftirtektarvert ævistarf. Um er að ræða fjölbreyttan hóp kvenna sem hafa verið tilnefndar og heiðraðar og þá má segja að það sem sameinar þær allar er að einhver þarna úti varði sinni dýrmætustu auðlind, tímanum sínum í að senda inn tilnefningar. Við hvetjum ykkur öll að tilnefna þannig að ólíkar konur af landinu öllu komist á blað og muna að þær eiga allar erindi.

Framlína íslensks viðskipta- og atvinnulífs mæta á Viðurkenningarhátíð FKA

Öll kyn úr framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs mæta á Viðurkenningarhátíð FKA. Vegna aðstæðna í samfélaginu á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru hefur Viðurkenningarhátíð Félag kvenna í atvinnulífinu FKA verið haldin hátíðleg í sjónvarpsþætti. Dómnefnd skipuð sjö aðilum fer yfir allar tilnefningar og verða úrslit kynnt á stórglæsilegri Viðurkenningarhátíð FKA þann 26. janúar 2023 á Grand Hótel Reykjavík.

Nýjar fréttir