2.7 C
Selfoss

Rafhleðslustöðvar í ML

Vinsælast

Rafhleðsluaðstöðu fyrir fjóra bíla hefur nú verið komið fyrir á bílastæðinu við Menntaskólann að Laugarvatni. Verkið hefur verið lengi í undirbúningi og nú eru stöðvarnar loksins komnar á sinn stað og í gagnið. Styrkur fékkst til kaupa á stöðvum frá Orkusjóði. Nemendum og starfsfólki ML gefst tækifæri til að hlaða sína bíla í stöðvunum á skólatíma en þess má geta að stöðvarnar eru aðgengilegar til notkunar hverjum þeim rafbílaeiganda sem hefur hlaðið niður appi frá Ísorku.

Menntaskólinn að Laugarvatni vill með þessum stöðvum leggja sitt af mörkum við græn orkuskipti á Íslandi og vonast til að stöðvarnar nýtist vel ML-ingum sem og samfélaginu á Laugarvatni. ML hefur lokið við að innleiða fyrstu fjögur Grænu skrefin í ríkisrekstri og bíður nú eftir úttekt á því fimmta. Á meðfylgjandi myndum má sjá skólameistara Jónu Katrínu og Hildi Hálfdanardóttur, ritara og verkefnastjóra Grænna skrefa við ML, fagna nýju hleðslustöðvunum.

Nýjar fréttir