6.7 C
Selfoss

Nóg um að vera hjá Lionsklúbbi Hveragerðis

Vinsælast

Lionsklúbbur Hveragerðis hefur hafið 53. starfsár sitt af miklum krafti en nú þegar hafa tveir fundir verið haldnir. Fjórir nýjir félagar hafa gengið í klúbbinn og á fyrri fundi haustsins var farið yfir starfsárið sem verður viðburðaríkt.
Á þeim seinni, sem haldinn var á Hótel Örk, mætti Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar og flutti fyrirlestur um heima og geima. Meðal atburða á vegum klúbbsins í vetur má nefna Jólaballið á Hótel Örk annan dag jóla og tónleika í Hveragerðiskirkju í aðdraganda Páska.

Stjórn starfsársins 2022-2023 skipa Birgir S. Birgisson formaður, Daði V. Ingimundarson ritari og Hrafn H. Sigurðsson gjaldkeri.

Með Lkl. Hveragerðis fundar einnig Lkl. Þorlákshafnar. Áhugasömum um starf klúbbanna er bent á að hafa samband við Birgi formann í síma 893-4190 eða með því að senda tölvupóst á ficus@simnet.is

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér starf klúbbana, má hafa samband við Birgi formann í síma 893-4190 eða ficus@simnet.is.

Nýjar fréttir