5 C
Selfoss

Frábær þjónusta á síðasta sprettinum

Vinsælast

Haustferð eldri borgara frá Árbliki og Vinaminni var farin 6. október 2022. Ingibjörg Kristjánsdóttir, gjarnan kölluð Didda í Grænumörk settist niður með blaðamanni Dagskrárinnar og sagði frá. „Það var ekið upp Grímsnes upp að Skálholti. Þar voru veittar heimaveitingar, allir kátir og sáttir við það. Veðurguðinn lék við okkur allan daginn og aðstoðarstúlkurnar sem voru til halds og trausts allar sem ein, skipti ekki máli hvort þær innu á Árbliki eða Vinaminni, sem er aðdáunarvert að sjá og njóta. Ég held að vart sé hægt að finna vinnustaði sem önnur eins samheldni er og á þessum tveim stöðum fyrir aldraða. Hvort sem fólkið er orðið lélegt eða fótfráir sem sumir eru, hlaupa upp og niður stiga margir komnir á 10. áratuginn. Ég túlka það mikið vegna þess að við fáum góða þjónustu á öllum þörfum okkar. Frá Skálholti var farið að hótel Geysi sem er glæsilegt, góð þjónusta og góður matur. Þaðan fórum við um Hrunamanna- Skeiða og Flóahrepp beinustu leið, komum heim alsæl. Mikið erum við þakklát sem fáum að njóta þessarar þjónustu á síðasta sprettinum í þessari tilveru,“ segir Didda og hlær. „Ég vona að flestir fái að njóta þessarar þjónustu sem vilja og þurfa. Munum að maður er manns gaman, það er að finna á þessum slóðum sem þjónustan er veitt. Ég þakka mína heilsu ekki síst fyrir að hafa fengið vist í Árbliki sem er sælustaður. Kunnum að þiggja og þakka, þá er gaman að vera til,“ segir Didda í Grænumörk að endingu.

Nýjar fréttir