11.7 C
Selfoss

Pólverjar læra af reynslu Íslendinga

Vinsælast

Um 30 manna hópur fulltrúa sveitarfélaga og orkufyrirtækja í ríkis- og einkaeigu frá Póllandi heimsótti Selfossveitur í liðinni viku. Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri veitti gestunum leiðsögn um fyrirtækið, útskýrði vinnuhætti og var með svör á reiðum höndum við þeim fjölmörgu spurningum sem á þeim brunnu.

Baldur Pétursson, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun fylgdi gestunum á Selfoss. „Þetta er samstarfsverkefni orkustofnunar Póllands og okkar, verkefnið er eitt af nokkrum sem við höfum tekið þátt í, en það gengur aðallega út á að byggja upp samstarf og miðla þekkingu frá Íslandi til Póllands á þessu sviði. Það er mikil nauðsyn á því núna, sérstaklega Póllandi vegna þess að þau nota svo mikið kol, í ljósi mikillar þarfar, breytinga á þessu sviði hvað varðar loftslags-, umhverfis- og orkumál. Það er kreppa í Evrópu og meira orkuöryggi er nauðsynlegt svo þessi mál komast hærra á dagskrá hjá þeim, það er að verða meiri áhresla, meira fjármagn og fleiri verkefni á sviði endurnýtanlegrar orku þannig að þeim vantar sérfræðiaðstoð, þessvegna koma þau hingað,“ segir Baldur.

Izabela Strzelecka, Beata Kepinska, Slavomir Furca og Simona Niekrewicz voru meðal þeirra sem ræddu við blaðamann Dagskrárinnar og voru á einu máli um að þau gætu lært mikið af okkur íslendingum, að uppbygging innviða í vatnsverndun og grænni orku væri mikilvægur þáttur í því að bæta lífsgæði pólsku þjóðarinnar og að samstarfið milli landanna væri farsælt og mikilvægt. Þau horfa bjartsýn fram á veginn og vonast til þess að geta nýtt jarðvarmann sem þau búa yfir í meira mæli, en í dag nota pólverjar jarðhita að einhverju leyti til hitun húsa en Pólland hefur miklar auðlindir í jarðvarma og stefna þau á að virkja þær sem mest á komandi árum með hjálp íslendinga.

Nýja dælustöðin hjá Selfossveitum sem tekin var í gagnið þann 6. maí árið 2020. Stöðin getur afkastað um 750 l/sek sem ætti að geta afhent heitt vatn í 30 þúsund manna samfélag.

Nýjar fréttir