2.7 C
Selfoss

Líf og fjör við opnun Líflands á Selfossi

Vinsælast

Opnun verslunar Líflands á Selfossi gekk vonum framar og lagði fjöldi fólks leið sína á Austurveg, en það var var bókstaflega fullt út að dyrum allan laugardaginn. Gestum og gangandi var boðið upp á grillaðar pylsur, flatkökur, kleinur og tertu í tilefni dagsins. Karlakór Hreppamanna skemmti gestum með söng að sunnlenskum sveitasið en yngri kynslóðinni bauðst að taka rúnt í opinni hestakerru.

„Við hlökkum til að þjónusta bændur, íbúa og ferðamenn á svæðinu og hvetjum eindregið alla sem hafa áhuga á að fylgjast með nýjungum og öðru sem er á döfinni í verslun Líflands á Selfossi, til að skrá sig í vinahópinn á facebook: Lífland  Selfossi.“ Segir Stella Björg Kristinsdóttir, famkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Líflandi í samtali við Dagskrána.

Nýjar fréttir