-0.6 C
Selfoss

Fjögurra tunnu kerfi og töluverðar breytingar á gjaldskrá í Árborg

Vinsælast

Á síðasta fundi Umhverfisnefndar Árborgar sem haldinn var á mánudag mætti Atli Marel, sviðstjóri Umhverfis- og mannvirkjasviðs og fór yfir nýjar tillögur að sorphirðu í Árborg. Nefndin samþykkti að taka upp fjögurra tunnu kerfi og mun ein tunna bætast við á hvert heimili, en ný lög sem taka gildi 01.01.2023 kveða á um að skylda verði að safna úrgangi við húsvegg í aðskilin ílát í eftirfarandi flokkum:

  • Pappír og pappi
  • Plast
  • Almennt sorp
  • Lífrænn eldhúsúrgangur

Í samtali dfs.is við Atla Marel Vokes, sviðsstjóra á mannvirkja- og umhverfissviði segir hann: „Á mannamáli þarf að skipta upp bláu tunnunni sem við þekkjum í dag og aðskilja þá flokka við húsvegg, málmur fer svo á grenndarstöð og/eða gámasvæði.“

Nefndin fól Mannvirkja- og umhverfissviði að vinna tillögur að nýrri samþykkt um meðhöndun úrgangs í Árborg og leggja drög að nýrri gjaldskrá en hún kemur til með að taka töluverðum breytingum þar sem farið verður úr föstu sorpgjaldi yfir í hugtakið „borgað þegar hent er“ sem verður útskýrt fyrir íbúum á seinni stigum.

Samkvæmt Atla mun sveitarfélagið væntanlega bjóða íbúum að velja tvískiptar tunnur fyrir pappa, pappír og plast líkt og stefnt er að hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Tvískipta tunnan verður ný og með innleggi og lokum verður væntanlega skipt 60/40 – pappír-pappi/plast.

Random Image

Nýjar fréttir