9.5 C
Selfoss

Uppskeruhátíð í Hrunamannahreppi  

Vinsælast

Matarkistan Hrunamannahreppur er sannarlega blómleg sveit með myndarleg býli af öllum stærðum og gerðum. Nú þegar halla fer sumri eru haustverkin í fullum gangi, uppskera og undirbúningur fyrir göngur og réttir. Árviss Uppskeruhátíð verður haldin á Flúðum og nágrenni á morgun, laugardaginn 3. september. Ýmislegt verður í boði fyrir gesti og gangandi þennan dag og hægt að njóta í rólegheitum.

Dagurinn hefst með hefðbundinni Uppskerumessu og leikjum í Hrunakirkju. Í Félagsheimilinu á Flúðum verður markaður frá klukkan 13-17 með brakandi ferska uppskeru frá garðyrkjubændum, ýmsar vörur beint frá býli, bakkelsi, kruðerí í krukkum og fjölbreytt handverk .

Það verða opin hús hjá handverksfólki í  Bjarkarhlíð og Laugalandi þar sem hægt er að líta við og opið kúabú í Bryðjuholti þar sem gestir geta kíkt  í fjós. Boðið er upp á kynningu á ræktun og innlit í klefa hjá Flúðasveppum. Árvisst opið grænmetis-golfmót á Selsvelli Litla bændabúðin, Litla húsið og Hús minninganna opin. Söguganga með leiðsögn verður um Flúðir, Útileikir, frisbígolf og sund, veitingastaðir verða opnir og ýmis tilboð í gangi. Verið velkomin. Allt nánar um dagskrána og tímasetningar má finna á www.sveitir.is.

Nýjar fréttir