11.7 C
Selfoss

Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2022

Vinsælast

Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra voru veitt á Kjötsúpuhátíðinni nú um helgina. Það er Skipulags- og umhverfisnefnd sem að velur úr innsendum tillögum og voru viðurkenningar veittar í þremur flokkum.

Snyrtilegasti garðurinn í sveitarfélaginu er Litlagerði 2a en þar búa þau Birgir Óskarsson og Pálína Guðbrandsdóttir

Snyrtilegasta býlið í sveitarfélaginu er Ytri Skógar en þar eru ábúendur í félagsbúi þau Sigurður Sigurjónsson og Kristín Þorsteinsdóttir annars vegar og hins vegar Ingimundur Vilhjálmsson og Margrét H. Jónsdóttir.

Snyrtilegasta fyrirtækið í sveitarfélaginu er Eld´stó Art Café en eigendur Eldstó eru þau G. Helga Ingadóttir og Þór Sveinsson. Tómas Birgir Magnússon, oddviti, afhenti verðlaunin.

Nýjar fréttir