0.6 C
Selfoss

Þorpið styrkir hjálparstarf í Úkraínu

Vinsælast

Í vor voru þemadagarnir Þorpið haldnir í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Nemendur unnu að framleiðslu margskonar varnings sem seldur var á síðasta degi Þorpsins. Þorpið hefur verið haldið síðan árið 2013 og hefur verkefnið staðið undir sér fjárhagslega. Þetta vorið var hagnaður af verkefninu eða 150.000kr. og var ákveðið að láta þá peninga renna til hjálparstarfs í Úkraínu í gegnum starf Rauða krossins. Það voru síðan nemendur í 7. bekk sem fengu þann heiður að afhenda peningagjöfina til fulltrúa Rauða Krossins. En við það tækifæri fengu nemendur að heyra um hjálparstarf Rauða krossins.

Nýjar fréttir