11.7 C
Selfoss

Krabbameinsfélagið kallar

Vinsælast

Krabbameinsfélag Árnessýslu hefur á síðustu árum vaxið mikið og býður í dag uppá fjölbreytta þjónustu og úrræði fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. „Félagið hefur fengið góðan stuðning og traust frá einstaklingum, stofnunum, fyrirtækjum og félagsamtökum sem hafa lagt félaginu lið með fjárframlögum og styrkjum í ýmsum formum.“ Segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.

Sýnileiki skiptir máli

Það skiptir þau í félaginu miklu máli að sem flestir viti af þjónustu þeirra, hvað sé í boði, hvernig nálgast megi þjónustuna og hvert sé hægt að leita. „Viljum við því bjóða fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og hópum af öllum stærðum og gerðum að þiggja kynningu frá félaginu á starfsemi þess. Við hvetjum fyrrgreinda aðila til að senda okkur tölvupóst á netfangið arnessysla@krabb.is svo við getum í sameiningu fundið tíma sem hentar ykkur til að taka á móti fulltrúa félagsins eða koma í heimsókn til okkar að Eyravegi 31. Við hlökkum til að heyra frá fólki og vonumst eftir mörgum áhugasömum póstum,“ segir Svanhildur að endingu.

Nýjar fréttir