7.3 C
Selfoss

Takmörkun á umferð á Selfossi um verslunarmannahelgina

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg hefur heimilað eftirfarandi breytingar á umferð á Selfossi um verslunarmannahelgina 2022 vegna Unglingalandsmóts UMFÍ.

Umferð verður lokuð um Engjaveg við íþróttasvæðið á eftirtöldum tímum:
Föstudagur 29. júlí milli klukkan: 10:00 -18:00
Laugardagur 30. júlí milli klukkan: 9:30 – 19:00
Sunnudagur 31. júlí milli klukkan : 9:30 – 18:30
Hjáleiðir eru um Reynivelli, Tryggvagötu og Langholt á meðan á lokunum stendur.

Takmörkun á umferð um Suðurhóla

Umferð á Suðurhólum milli Norðurhóla og Tryggvagötu verður einstefna til austurs frá kl. 14:00 fimmtudaginn 28. júlí til kl. 08:00 mánudaginn 1. ágúst. Umferðarhraði milli Norðurhóla og Tryggvagötu er 30 km. Vakin er athygli á að tjaldstæði vegna Unglingalandsmótsins er við Suðurhóla.

Hjáleiðir eru um Norðurhóla og Tryggvagötu.

Nýjar fréttir