10 C
Selfoss

Bjargaði syni sínum sem fallið hafði í ána

Vinsælast

Við rannsókn og upplýsingaöflun lögreglu vegna slyssins í Brúará í Biskupstungum um miðjan dag í gær, 24. júlí 2022, hefur komið fram að hinn látni er kanadískur ríkisborgari, búsettur í Bandaríkjunum. Hann lést þegar hann kom syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána. Við það missti hann sjálfur fótanna og barst niður eftir ánni um 400 til 500 metra þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar fann hann látinn. Drengurinn slapp án meiðsla. Áin er á þessu svæði straumþung og mjög köld.

Lögreglan vill koma á framfæri þökkum til allra, viðbragðsaðila og annara vegfaranda sem komu að og aðstoðuðu í tengslum við slysið.

Lögreglan vinnur að áframhaldandi rannsókn málsins.

 

Nýjar fréttir