-6.6 C
Selfoss

Tónleikaveisla á unglingalandsmóti

Vinsælast

Það stefnir í mikla veislu um verslunarmannahelgina á Selfossi, en samkvæmt tilkynningu frá Landssambandi ungmennafélaga er búið að bóka nokkra af helstu tónlistarsnillingum landsins til að spila á mótinu. „Við verðum með Birni, Bríeti, DJ Dóru Júlíu, Friðrik Dór, Hr.Hnetusmjör, Jón Arnór og Baldur, Jón Jónsson, Siggu Ósk og Stuðlabandið“, segir í tilkynningunni.

Unglingalandsmótið hefur heilmikið uppá að bjóða fyrir alla fjölskylduna. 11-18 ára börn keppa í íþróttum á daginn og svo getur öll fjölskyldan notið þess að fara á tónleika saman á tjaldsvæðinu á kvöldin, en boðið verður upp á tónleika öll kvöldin sem landsmótið stendur yfir.

Nýjar fréttir