-0.5 C
Selfoss

Guðmundur Tyrfingsson er kominn heim

Vinsælast

Guðmundur Tyrfingsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Guðmundur kemur til liðsins frá ÍA þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 

Mynd: Selfoss/Arnar Helgi

Eins og Sunnlendingar flestir vita er Guðmundur fæddur og uppalinn á Selfossi og steig sín fyrstu skref í meistaraflokksbolta hér. Hann spilaði síðast með Selfyssingum sumarið 2020 áður en hann var seldur á Skagann um mitt tímabil.

Mynd: Selfoss/Arnar Helgi

,,Ég er virkilega spenntur fyrir því að vera kominn heim á Selfoss og fá að klæðast vínrauðu treyjunni á nýjan leik. Það eru spennandi hlutir að gerast á Selfossi sem sýnir sig best á stöðutöflunni í Lengjudeildinni,“ sagði Guðmundur við undirskriftina.

Guðmundur verður strax gjaldgengur með Selfossi og gætu stuðningsmenn okkar séð hann spila sínar fyrstu mínútur strax á fimmtudag gegn Gróttu.

Mynd: Selfoss/Arnar Helgi
Random Image

Nýjar fréttir