Ung kona lést í slysinu sem varð á Meðallandsvegi í Skaftárhrepp í fyrranótt. Tveir aðrir farþegar bílsins voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við mbl.is að þau sem lentu í slysinu hafi verið ungt heimafólk.
Hann gat ekki gefið frekar upplýsingar um rannsókn slyssins að svo stöddu.