6.1 C
Selfoss

Umferðarslys á Fjallabaksleið nyrðri

Vinsælast

Tveir einstaklingar voru flutt­ir á sjúkra­hús í dag eft­ir um­ferðarslys sem varð á Fjalla­bak­sleið nyrðri nálægt Ljóta­polli um hádegi í dag.

Þeir slösuðu voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar en mbl.is, sem greindi fyrst frá slysinu hafði eftir Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, að þeir slösuðu hefðu verið komnir í sjúkra­bíl rétt fyr­ir klukk­an 14.00 en björg­un­ar­sveit­ir höfðu verið kallaðar út til þess að flytja fólkið til móts við sjúkrabíl­inn.

Sjúkra­bíl­ar, lög­regla og björg­un­ar­sveit­ir á há­lendis­vakt í Land­manna­laug­um komu á vett­vang þegar slysið bar að, ásamt björg­un­ar­sveitar­fólki á Suður­landi.

Nýjar fréttir