8.9 C
Selfoss

Þurfa 3000 tonn til að klára vertíðina með sóma

Vinsælast

Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri stefnu Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um yfirstandandi vertíð.

Svæðakerfið var fellt niður árið 2018 og kvótinn fyrir strandveiðina færður yfir allt landið í stað mismikils kvóta á mismunandi landshluta.

„Við erum hársbreidd frá því að tryggja öllum handfærabátum 48 daga á vertíð og teljum að við þurfum að horfa fram á við en ekki snúa til baka í meingallað kerfi,“ segir í yfirlýsingu frá Strandveiðifélaginu.

Í yfirlýsingunni segir einnig að ráðherra hafi bætt 1.074 tonnum í kerfið en það muni ekki duga út ágúst. Þörf sé á um þrjú þúsund tonnum.

„Þetta er atvinnu-, afkomu- og fæðuöryggismál. Það eru um 6-700 heimili sem reiða sig á þessar veiðar. Því til viðbótar er starfsemi fiskmarkaða, kvótalausa fiskvinnsla, verslunar, iðnaðar og þjónustu sem fylgir þessum veiðum afar dýrmæt fyrir sjávarbyggðir um allt land.“

Samtökin þakka þó Svandísi fyrir reglugerðarbreytingu sem leyfir eigendum strandveiðibáta að halda strax á aðrar veiðar þegar vertíðin er stöðvuð fyrir 31. ágúst. Að reglunum óbreyttum þyrfti að halda bátunum bundnum við bryggju út mánuðinn.

Nýjar fréttir