-5 C
Selfoss

Moskvít frumflytur nýtt lag á Kótelettunni

Vinsælast

Strákarnir í hljómsveitinni Moskvít hafa unnið hörðum höndum að því að skapa nýtt efni og munu frumflytja nýtt lag, Perfect little wonder á Kótelettunni í kvöld.

„Nýja lagið okkar, Perfect Little Wonder fjallar um leitina að hinu fullkomna eða mest fullnægjandi lífi. Sú leit er að öllum líkindum efst á listanum hjá öllum. Hvort sem það er að leita uppi hluti og einstaklinga eða sannleikanum og innri frið er markmiðið að fylla tómið innra með okkur. En draugar sem fylgja okkur hvert sem leið okkar liggur, sýna okkur myndir í huganum. Myndir af fortíðinni sem við söknum, af draumunum sem rættust aldrei og af hugmyndum um hvað hefði gerst ef við hefðum háttað hlutunum öðruvísi. Þessar myndir geta verið sálarlífinu hættulegar, þær eiga það til að ráðskast með hamingjuna okkar. En eitt er víst og það er að við getum bara upplifað fyrsta skiptið í eitt skipti,“ segja meðlimir Moskvít.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru:

Sigurjón Óli Arndal Erlingsson – Söngur og Bassi
Alexander Örn Ingason – Trommur og bakraddir
Jón Aron Lundberg – Píanó og bakraddir
Valgarður Uni Arnarsson – Gítar og Bakraddir

Upptökur á laginu fóru fram hjá Kjartani Guðmundssyni í Dynur Recording Studio í Hveragerði og Sigurdór Guðmundsson í Skonrokk Studios sá um hljómjöfnun.

Lagið kemur á spotify í dag og tilvalið að hita upp fyrir kvöldið með því að skella þessum grípandi smelli á fóninn!

Fyrri grein
Næsta grein

Nýjar fréttir