7.3 C
Selfoss

Banaslys í Skaftárhreppi

Vinsælast

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi voru viðbragðsaðilar á kallaðir til vegna alvarlegs umferðarslyss á Meðallandsvegi, skammt sunnan við Kirkjubæjarklaustur, um kl. 02:55 í nótt þar sem bifreið hafði oltið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flutti hún tvo alvarlega slasaða af vettvangi á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en kona sem var farþegi í bílnum lést. Ökumaður bílsins slapp án meiðsla.

Veginum var lokað á meðan rannsókn á vettvangi fór fram en hefur verið opnaður að nýju. Auk lögreglunnar á Suðurlandi kom rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu að rannsókn slyssins.

Málið er í rannsókn og frekari upplýsingar um hana verða ekki gefnar að sinni.

 

Nýjar fréttir