1.1 C
Selfoss

Grímuskylda á HSU

Vegna aukins fjölda Kórónuveirusmita í samfélaginu, sendi forstjóri HSU, Díana Óskarsdóttir frá sér tilkynningu þar sem hún greindi frá því að nauðsynlegt væri að bregðast við þessari aukningu en daglega greinast um 200 ný smit hérlendis.

Frá og með 18.6.2022 skulu starfsmenn og gestir bera grímur á starfsstöðvum HSU ásamt því að heimsóknartími hefur verið takmarkaður við einn grímuklæddan gest til hvers sjúklings.

Fleiri myndbönd