0 C
Selfoss

Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í motocross

Vinsælast

Íslandsmeistaramótið í motocrossi hófst með formlegum hætti laugardaginn 11. júní.
Mótið var haldið á vegum Motocrossklúbbs Snæfellsbæjar (MXS) og er brautin á milli Rifs og Ólafsvíkur. Rúmlega 70 keppendur voru skráðir til leiks. Ungmennafélag Selfoss átti sjö keppendur á mótinu og náðu fjórir þeirra á pall. Eric Máni Guðmundsson lenti 2. sæti í unglingaflokki og svo átti UMFS alla á palli í flokknum hobbý MX2 þar var Sindri Steinn Axelsson í fyrsta sæti, Sigurður Ásberg Sigurjónsson í öðru og Ólafur Magni Jónsson í því þriðja. Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn. Næsta umferð fer svo fram á Akranesi þann 25. júní næstkomandi.

Æfingar hjá UMFS er byrjaðar af fullum krafti, æft er 4 daga vikunnar og ennþá er hægt að bætast í hópinn. Allar upplýsingar eru að finna Facebook-síðu motocrossdeildarinnar.

Fréttatilkynning frá UMFS

Nýjar fréttir