1.7 C
Selfoss

Strandaglópar – borðspil hannað af nemendum

Vinsælast

Nemendur í 7.-10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa undanfarnar vikur unnið að gerð borðspils. Markmið var að nemendur kynntu sér sögu og menningu nærumhverfisins og hefur það heldur betur tekist í allri þeirri vinnu sem lögð var í þróun spilsins. Mikinn fróðleik um sögu og staðhætti Eyrarbakka, Stokkseyri og nærumhverfis er að finna í spilinu. Það voru unglingastigskennararnir Sigurþór Hjalti Gústafsson og Herdís Sif Ásmundsdóttir sem höfðu umsjón með gerð spilsins.

Nýjar fréttir