11.1 C
Selfoss

Sigríður og Viðar á Kaldbak fengu Landgræðsluverðlaunin

Vinsælast

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhenti Landgræðsluverðlaunin á ársfundi Landgræðslunnar í Gunnarsholti síðastliðinn föstudag.

Verðlaunahafar voru bændurnir á Kaldbaki á Rangárvöllum, þau Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson og Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands.

Sigríður og Viðar á Kaldbaki hlutu verðlaunin fyrir öflugt og árangursríkt uppgræðslu- og landbótastarf á jörð sinni og fleiri svæðum á Rangárvöllum um áratuga skeið.

Landvernd hlaut verðlaunin fyrir öflugt fræðslustarf síðustu árin tengt vernd og endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu.

Matvælaráðherra afhenti verðlaunahöfum Fjöregg Landgræðslunnar, verðlaunagripi sem unnir eru úr tré í Eik-listiðju á Miðhúsum við Egilsstaði.

Nýjar fréttir