1.7 C
Selfoss

Hreyfihringur í leikskólanum Jötunheimum

Vinsælast

Leikskólinn Jötunheimar er heilsueflandi leikskóli. Markmið skólans er að stuðla að bættri heilsu og líðan allra þeirra sem í skólanum starfa, hafa heilsuhvetjandi áhrif á umhverfi sitt og skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum.   

Í Jötunheimum var ákveðið að setja upp hreyfihring á útisvæðinu  til að auka fjölbreytni  og hvetja til aukinnar hreyfingar.  Hreyfihringurinn samanstendur af nokkrum æfingum sem hægt er að framkvæma á mismunandi stöðum á leikskólalóðinni.  Hönnuð voru spjöld sem sýna mismunandi æfingar og þau hengd upp á kofavegginn sýnileg fyrir stóra og smáa.

   

Ásamt hreyfihringnum voru ýmsar þrautir málaðar á stéttina sem ýta undir leikgleði og  fjölbreytta hreyfingu.

Tilvalið er fyrir börn og fullorðna að kíkja á leikskólalóðina eftir lokun og spreyta sig á æfingunum.  Nærandi samvera fyrir líkama og sál.

 Með kveðju frá Heilsuteymi Jötunheima.

Nýjar fréttir