8.4 C
Selfoss

Flóaskóli sigrar í Skólahreysti

Vinsælast

Úrslit í Skólahreysti 2022 fóru fram sunnudagskvöldið 21.maí í Mýrinni í Garðabæ. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Andrúmsloftið var rafmagnað, öll lið náðu gríðarlega góðum árangri og áhorfendur léku á alls oddi og hvöttu sína skóla af lífs og sálarkröftum.

Það var lið Flóaskóla sem Þórunn Ólafsdóttir, Hanna Dóra Höskuldsdóttir, Viðar Hrafn Victorsson og Auðunn Ingi Davíðsson skipa, ásamt varamönnunum Oddi Olav Davíðssyni og Jóhönnu Pálmadóttur, undir leiðsögn þjálfarans og íþróttakennarans Örvars Rafns Hlíðdal, sem bar sigur úr býtum með 61,5 stig. Hraunvallaskóli var í öðru sæti rétt á eftir með 58 stig og í fyrsta skipti á palli og svo var það Holtaskóli sem endaði í þriðja sæti með 54.5 stig.

Það verður að segjast að þetta sé glæsilegur árangur hjá Flóaskóla, íslandsmet í fyrra í hreystigreip og sigur í úrslitum í ár. Lítill skóli með stórt Skólahreystihjarta.

Flóaskóli fékk 250 þúsund króna verðlaun sem renna til nemendafélagsins frá Landsbankanum. Keppendurnir fengu Ipad og varamenn gjafabréf frá Landsbankanum, auk þess sem allt keppnisliðið fékk gullmedalíur og glæsilegan eignarbikar.

Nýjar fréttir