11.7 C
Selfoss

Aldarafmæli Flóaáveitunnar

Vinsælast

Flóamenn héldu fjölmenna hátíð í tilefni þess að eitt hundrað ár eru liðin frá því að framkvæmdir hófust við gerð Flóaáveitunnar. Nýtt upplýsingaskilti var afhjúpað við hátíðlega athöfn við Þórsveg, ferðamannaveg sem liggur af Brúnastaðavegi inn að inntaksmannvirki Flóaáveitunnar á Brúnastaðaflötum. Guðmundur Stefánsson fór yfir sögu framkvæmdanna og Guðni Ágústsson stjórnaði hátíðinni, hann sagði að Flóaáveitan væri „móðir Mjólkurbús Flóamanna, Kaupfélags Árnesinga og Selfoss. Þúsund ára kyrrstaða hefði verið rofin í Flóanum með framkvæmdinni og aflinu sem henni fylgdi.“

Hildur Hákonadóttir hannyrðakona afhjúpaði upplýsingaskiltið sem Björn G Björnsson hannaði, jafnframt því gaf hún veginum nafn til minningar um eiginmann sinn, Þór Vigfússon skólameistara Fjölbrautarskólans, sem var einstakur áhugamaður um sögu Flóaáveitunnar og „vísaði mjörgum veginn í lífinu í orðsins fyllstu merkingu“ eins og Hildur sagði í ávarpi sínu. Ragnheiður Gló Gylfadóttir fornleifafræðingur flutti ávarp. Jafnframt fóru hátíðargestir austur Þórsveg að Flóðagáttinni þar sem hraustir Flóamenn hleyptu vatni úr Hvítá á skurðakerfi Flóaáveitunnar, þáðu veitingar í boði Mjólkursamsölunnar og kleinur frá Grími í HP Kökugerð sem hann gaf til minningar um Egil Thorarensen sem mjög kom við sögu KÁ og MBF. Birgir Jónsson jarðfræðingur fór yfir jarðsögu Flóans.

Myndirnar tók Sigurjón Andrésson

Nýjar fréttir